Sígaunadjass í Listasafni Reykjanesbæjar
Sígaunadjassinn ómaði í Listasafni Reykjanesbæjar í gærkveldi í boði Tónlistarskóla Reykjanesbæjar en þar komu fram meðlimir í Robert Nolan tríoinu frá Amsterdam.
Hið þekkta trio er um þessar mundir á ferð um Ísland til tónleika- og námskeiðahalds. Dagskrá tríósins í ferðinni er mjög þétt, en m.a. mun hljómsveitin fara til Akureyrar og Vestmannaeyja.
Robin Nolan Trio er vel þekkt og hefur ferðast víða um heiminn til tónleikahalds og eiga þeir félagar marga aðdáendur hér á landi. Tónlistin sem hljómsveitin leikur er sígaunadjass og tónlist í anda Django Reinhardt. Þetta er tónlist sem sjaldan heyrist hérlendis og er mjög sérstök og spennandi.