Sif Aradóttir kjörin Fegurðardrottning Íslands 2006
Sif Aradóttir frá Reykjanesbæ var í kvöld valin Ungfrú Ísland á Fegurðarsamkeppni Íslands sem fór fram á Broadway. Sif, sem var krýnd Ungfrú Suðurnes fyrir nokkru, er nemi í flugumferðarstjórn.Hún er arftaki Unnar Birnu Vilhjálmsdóttur, Ungfrú Heims, sem krýndi Sif við hátíðlega athöfn.
Ásdís Svava Hallgrímsdóttir, 19 ára námsmaður úr Kópavogi varð í öðru sæti og Jóna Kristín Heimisdóttir, 22 ára stuðningsfulltrúi í Hafnarfirði, varð þriðja en hún var í vetur valin ungfrú Reykjavík.
Linda Benediktsdóttir og Lóa Fatumata Touray urðu í 4. og 5. sæti og Linda var einnig valin ljósmyndafyrirsæta ársins. Þá var Fjóla Karen Ásmundsdóttir valin vinsælasta stúlkan.
VF-myndir: Hans Guðmundsson