Síðustu jólatrén tekin niður
Nokkuð er síðan jólin voru kvödd með þrettándabrennum en jólaandinn hefur reynst lífseigur og eru starfsmenn bæjarins nú í óða önn að taka niður síðasta jólaskrautið.
Þar á meðal er þetta myndarlega grenitré sem stóð fyrir utan Njarðvíkurkirkju, en það var fjarlægt fyrr í dag. Nú er jólagleðin liðin undir lok en hægt er að gleðjast yfir hækkandi sól sem minnir á vorið þó svo að veðrið gefi annað til kynna
Þar á meðal er þetta myndarlega grenitré sem stóð fyrir utan Njarðvíkurkirkju, en það var fjarlægt fyrr í dag. Nú er jólagleðin liðin undir lok en hægt er að gleðjast yfir hækkandi sól sem minnir á vorið þó svo að veðrið gefi annað til kynna