Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Síðustu forvöð að leggja inn umsóknir í jólaúthlutun
Mánudagur 29. nóvember 2021 kl. 10:38

Síðustu forvöð að leggja inn umsóknir í jólaúthlutun

- og til Hjálparstarfs kirkjunnar

Nú eru síðustu forvöð að leggja inn umsóknir hjá Velferðarsjóði Suðurnesja, Líknar- og hjálparsjóði Njarðvíkurkirkna og Hjálparstarfi kirkjunnar. Síðustu dagar fyrir umsóknir eru sem hér segir:

Keflavíkurkirkju 30. nóv. og 2. des. kl. 9-11.
Ytri Njarðvíkurkirkju 1 .des., og 2. des. kl. 9-11.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þeir sem hafa fengið greitt inn á kort (blátt Arionbanka kort) frá Hjálparstarfi kirkjunnar geta sótt um jólaaðstoðina rafrænt á www.help.is

Eftir 2. desember er lokað fyrir umsóknir í hjálparstarfinu til 18. janúar 2022.

Þeir sem búa í póstnúmeri 230 sækja um í Keflavíkurkirkju.
Þeir sem búa í póstnúmeri 260,262 og 233 sækja um í Ytri Njarðvíkurkirkju.
Þeir sem búa í póstnúmeri 190 og 240 hafa samband við presta í sinni sóknarkirkju.
Þeir sem búa í póstnúmeri 245 og 250 sækja um í Sandgerðiskirkju.

Afgreiðsla korta fer fram 9. des. í Ytri-Njarðvíkurkirkju.

Vegna Covid-19 er óskað eftir að aðeins einn komi frá hverri fjölskyldu og þarf að vera með andlitsgrímu. Tímasetningar úthlutanna berast hverjum og einum í gegnum SMS.