Síðustu forvöð að fá húsaleigubætur
Fjölskyldu- og félagsþjónusta Reykjanesbæjar vekur athygli á því á vef bæjarins að umsóknir um húsaleigubætur vegna ársins 2003 þurfa að hafa borist stofnuninni fyrir 15. janúar 2003, sem er á miðvikudaginn.Umsókn þarf að fylgja frumrit þinglýsts húsaleigusamnings á staðfestu samningsblaði, íbúavottorð Hagstofu Íslands fyrir viðkomandi íbúð, ljósrit af skattframtölum þeirra sem lögheimili/aðsetur eiga í íbúðinni fyrir síðasta ár, staðfest af skattstjóra, launaseðlar þeirra er í íbúðinni búa fyrir síðust 3 mánuði eða upplýsingar um reiknað endurgjald vegna sjálfstæðrar starfsemi auk staðfestingar skóla um nám barna umsækjenda 20 ára og eldri.
Þeir sem þegar fá húsaleigubætur þurfa að endurnýja umsóknir sínar, segir Fjölskyldu- og félagsþjónusta Reykjanesbæjar á vef bæjarins.
Þeir sem þegar fá húsaleigubætur þurfa að endurnýja umsóknir sínar, segir Fjölskyldu- og félagsþjónusta Reykjanesbæjar á vef bæjarins.