Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Síðasti sláttur í boði Bandaríkjahers
Laugardagur 30. september 2006 kl. 00:34

Síðasti sláttur í boði Bandaríkjahers

Þó svo Varnarliðið hverfi formlega af landi brott í dag, laugardag, þá er gengið til verka eins og ekkert hafi í skorist og engra breytinga að vænta. Þannig hafa sláttuvélar verið brúkaðar sem aldrei fyrr alla vikuna. Síðast í gær voru menn á þessum sláttuvélum í íbúðahverfum Varnarstöðvarinnar við slátt. Grasið heldur nefnilega áfram að spretta, þó svo Kaninn sé að fara.

Það er reyndar óvenjulegt að sjá sláttuvélar á ferðinni í lok september en veðrið undanfarið hefur verið þannig að grasspretta á sér ennþá stað, þó svo haustlaufin falli af trjánum.

Hins vegar verður næsti sláttur á Keflavíkurflugvelli í boði íslenskra stjórnvalda, því eftir daginn í dag, laugardaginn 30. september, eru þau bandarísku laus allra mála hér á landi.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024