Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Síðasti ljósastaurinn kominn upp við Hafnargötuna
Föstudagur 27. ágúst 2004 kl. 12:33

Síðasti ljósastaurinn kominn upp við Hafnargötuna

Starfsmenn Nesprýðis eru þessa dagana að leggja lokahönd á frágang Hafnargötunnar og er gert ráð fyrir að framkvæmdum ljúki á fimmtudaginn í næstu viku, í tæka tíð fyrir Ljósanótt.

Þrátt fyrir að verkið hafi gengið vel fyrir sig hefur verið í mörg horn að líta og er ljóst að allmörg handtökin hefur þurft til. Þegar ljósmyndara Víkurfrétta bar að í morgun vildi svo skemmtilega til að tveir vaskir Nesprýðingar voru að setja upp síðasta ljósastaurinn sem fer upp við Hafnargötuna.

Nokkuð hefur verið um lokanir á umferð á götunni allt frá því að framkvæmdir hófust í fyrra, en nú sér loks fyrir endann á þessu mikla Grettistaki sem hefur verið lyft í andlitslyftingu Hafnargötunnar og miðbæjarins í heild á síðustu árum.
VF-mynd/Þorgils Jónsson: Einar Brynjarsson og Gunnar Sveinsson við staurinn góða
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024