Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Síðasti íbúafundur Árna í kvöld
Miðvikudagur 21. maí 2008 kl. 16:40

Síðasti íbúafundur Árna í kvöld

Síðasti íbúafundur Árna Sigfússonar, bæjarstjóra Reykjanesbæjar, verður haldinn í kvöld fyrir íbúa á Vallarheiði.

Fundirnir hófust 13. maí og eru þeir haldnir í öllum hverfum bæjarins. Á fundunum er m.a. fjallað um helstu verkefni í bænum á sviði umhverfismála, gatnaframkvæmda, skólamála, félagsþjónustu, ferðaþjónustu, menningar, íþrótta og tómstunda.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Farið er yfir framkvæmdir í hverfum og tekið við ábendingum íbúa um það sem betur má fara.

Fundurinn fyrir íbúa á Vallarheiði verður haldinn í hátíðarsal Keilis og hefst kl. 20:00.


Fundurinn verður eins og fyrri fundir sendur út í beinni á www.reykjanesbaer.is

Af vef Reykjanesbæjar