Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Síðasti fundur Umhverfisráðs haldinn á óvanalegum stað
Bjarni Þór Karlsson, forstöðumaður Umhverfismiðstöðvar, Arnar I Tryggvason varamaður, Jóhann Snorri Sigurbergsson (D), Þórður Karlsson (Á), Eysteinn Eyjólfsson, formaður USK ráðs (S), Guðlaugur H. Sigurjónsson, sviðsstjóri Umhverfissviðs, Dóra Steinunn Jó
Föstudagur 25. maí 2018 kl. 10:14

Síðasti fundur Umhverfisráðs haldinn á óvanalegum stað

Síðasti fundur Umhverfisráðs í Reykjanesbæ á þessu kjörtímabili var óhefðbundinn og fór fram við Seltjörn 15. maí sl. Fundurinn var óformlegur enda eina málið á dagskrá að fara að Seltjörn þar sem framtíðargöngustígur var stikaður með hælum.

Það voru fulltrúar meiri- og minnihluta sem og starfsmenn Umhverfisráðs sem fóru í þetta verkefni. Göngustígurinn er eitt af þeim verkefnum sem til stendur að fara í á þessu ári. „Þetta er lýsandi dæmi um þann góða anda sem hefur verið í Umhverfisráði þetta kjörtímabil og gaman að enda þetta með þessum hætti,“ segir Guðlaugur H. Sigurjónsson, sviðsstjóri Umhverfissviðs.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hann segir að þetta verði skemmtilegt útisvæði með góðum tengingum við Sólbrekkuskóg og svo nýjum göngustíg sem Grindvíkingar hafa verið að leggja undanfarið. Stígurinn verður rúmlega 2 km. langur og mun henta vel í göngu og utanvegahlaup. Í framtíðinni verður svo haldið áfram með þann stíg yfir til Reykjanesbæjar. „Þannig fáum við göngu- og hjólastíg að þessari perlu sem Seltjörn er. Margar hugmyndir eru uppi með þetta svæði en fyrir nokkrum árum var fiski sleppt í vatnið og einhver veiði er þarna enn. Með tilkomu þessa stígs opnast ýmsir möguleikar á uppbyggingu svæðisins,“ sagði Guðlaugur.