Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þriðjudagur 30. apríl 2002 kl. 00:09

Síðasti dagur Jólalukku Víkurfrétta í dag!

Í dag eru síðustu forvöð að vitja vinninga í Jólalukku Víkurfrétta 2001. Um 25.000 lukkumiðar fóru í dreifingu í verslunum og þjónustufyrirtækjum um síðustu jól og þar gátu viðskiptavinir unnið fjölmarga glæsilega vinninga. Meðal annars voru 16 utanlandsferðir í boði.Gefinn var ríflegur tími til að vitja vinninga en í dag, 30. apríl 2002, er síðasti dagurinn til að vitja vinninga. Víkurfréttir hverja alla þá sem eiga ósótta vinninga til að vitja þeirra í viðkomandi verslun eða þjónustufyrirtæki.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024