Síðasti dagur Ástu Dísar hjá Fríhöfninni
Vann þar í fjögur á upp á dag. Kveður með söknuði og þakklæti.
„Þá er síðasta vinnudeginum í Fríhöfninni lokið. Það er með miklum söknuði sem ég kveð flottan vinnustað og framúrskarandi samstarfsfólk. Við höfum í sameiningu náð ótrúlegum árangri í rekstri og ég vona að sú upplifun sem við vildum ná hafi skilað sér til farþega. Fjögur ár upp á dag, og hver einasti dagur hefur verið einstakur fyrir svo margra hluta sakir, því kveð ég með þakklæti í huga fyrir allt það sem samstarfsfólkið hefur bæði gefið mér og kennt,“ segir Ásta Dís Óladóttir, fráfarandi framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar, á Facebook síðu sinni rétt í þessu.
Ásta Dís Óladóttir tilkynnti nýverið að hún hefði tekið þá ákvörðun að ljúka störfum sínum hjá Fríhöfninni. Í tölvupósti til starfsmanna var Ástu Dís þakkað fyrir vel unnin störf hjá félaginu og henni óskað velfarnaðar á nýjum vettvangi.
Fljótlega verður tilkynnt hver mun tímabundið gegna stöðu framkvæmdastjóra þar til búið er að ráða í stöðuna.