Síðasti bæjarstjórnarfundur Jónu Kristínar
Jóna Kristín Þorvaldsdóttir, bæjarstjóri Grindavíkur, sat sinn síðasta bæjarstjórnarfund í gærkvöldi en sem kunnugt er hættir hún um næstu mánaðarmót og tekur við sem sóknarprestur í Kolfreyjustaðarprestakalli.
Í bókun bæjarstjórnar Grindavíkur frá fundinum í gær er Jónu Kristínu þakkað fyrir störf hennar í þágu Grindavíkurbæjar, bæði sem bæjarstjóri og prestur, jafnframt sem henni er óskað velfarnaðar í nýju starfi á sínum gömlu heimaslóðum.