Síðasta Northern Challenge æfingin?
Fimmta og ef til vill síðasta fjölþjóðlega sprengueyðingaræfingin verður haldin á Keflavíkurflugvelli síðar í mánuðinum, með þáttöku hátt í 80 erlendra sérfræðinga. Æfingar þessar, sem bera heitið Northern Challenge, hófust eftir að bandaríkjaher hætti að efna til reglubundinna æfinga bandaríska heimavarnarliðsins hér á landi. Æfingin verður aðallega á Keflavíkurflugvelli en auk þess í allt að 80 km radíus út frá honum. NATO styður æfinguna fjárhagslega, en á henni er aðal áhersla lögð á sprengjueyðingaraðgerðir, bæði á landi og á sjó, sem vörn gegn hryðjuverkum. Landhelgisgæslan vinnur að undirbúningi, ásamt Varnarlilðinu, Varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins, lögreglu og starfsmönnum á Keflavíkurflugvelli.
Visir.is greinir frá.