Síðasta embættisverk Árna
Naut góðs félagsskapar með íþróttafélaginu Nes.
Árni Sigfúson fékk mörg faðmlög og knús í gærkvöldi þegar hann mætti á lokahóf íþróttafélagins Nes sem haldið var í 88 húsinu. Um var að ræða síðasta embættisverk Árna, en hann kveður samstarfsfólk sitt í Ráðhúsi Reykjanesbæjar í dag.
Náinn samstarfsmaður Árna skrifar á Facebook að Nesararnir séu meðal bestu og tryggustu vina Árna undanfarin tólf ár.
Myndasafn frá lokahófinu má sjá hér.