Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Síðasta blað ársins á morgun
Miðvikudagur 26. desember 2012 kl. 14:45

Síðasta blað ársins á morgun

Síðasta blað ársins hjá Víkurfréttum kemur út á morgun. Blaðið er 24 síður og þar er púlsinn tekinn á mannlífinu síðustu dagana fyrir jól.

Í Víkurfréttum á morgun er einnig rætt við Ástu Dís Óladóttur, framkvæmdastjóra Fríhafnarinnar, Kára Viðar Rúnarsson hjá Björgunarsveitinni Suðurnes og farið í ferðalag til Bandaríkjanna með starfsfólki Garðvangs og Hlévangs.

Útskrift Fjölbrautaskóla Suðurnesja eru gerð ítarleg skil og fjölmargar myndir úr stjörnuleik Njarðvíkur eru í blaðinu. Þá er greint frá nýju strætóleiðarkerfi í Reykjanesbæ, sagt í stuttu máli frá 80 ára afmæli Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og Nágrennis, svo eitthvað sé nefnt.

Víkurfréttum verður dreift inn á öll heimili á Suðurnesjum á morgun með Póstinum.

Fyrstu Víkurfréttir á nýju ári koma svo út fimmtudaginn 10. janúar. Þangað til verðum við daglega á vf.is.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024