Síbrotamenn stálu fartölvu úr einbýlishúsi í Keflavík
Í gærmorgun var lögregla kvödd að einbýlishúsi í Keflavík en húsráðandinn hafði orðið var við grunsamlegar mannaferðir þar innandyra þegar hann var að fara inn á heimilið. Þegar lögreglan kom á staðinn voru menn þeir sem voru í húsinu á bak og burt. Höfðu þeir brotist inn í húsið með því að spenna upp glugga. Þeir höfðu m.a. stolið fartölvu.
Fljótlega beindist grunur að ákveðnum aðilum og voru tveir ungir menn, liðlega tvítugir, handteknir á heimili annars þeirra. Þýfið fannst síðan í bakgarði heimilis hans. Þá var þriðji aðilinn handtekinn skömmu síðar. Menn þessir gistu fangageymslur lögreglunnar fram eftir dagi, milli þess sem þeir voru yfirheyrðir, en var sleppt lausum þegar játningar lágu fyrir og telst málið upplýst. Menn þessir hafa á undanförnum vikum og mánuðum margoft verið uppvísir að innbrotum og þjófnuðum.
Fljótlega beindist grunur að ákveðnum aðilum og voru tveir ungir menn, liðlega tvítugir, handteknir á heimili annars þeirra. Þýfið fannst síðan í bakgarði heimilis hans. Þá var þriðji aðilinn handtekinn skömmu síðar. Menn þessir gistu fangageymslur lögreglunnar fram eftir dagi, milli þess sem þeir voru yfirheyrðir, en var sleppt lausum þegar játningar lágu fyrir og telst málið upplýst. Menn þessir hafa á undanförnum vikum og mánuðum margoft verið uppvísir að innbrotum og þjófnuðum.