Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

SI-fjölskyldan styrkti Ljónshjarta
Á myndinni eru f.v.: Jóna Sigurðardóttir, Sigurður Ingvarsson, Kristín Guðmundsdóttir, Aðalbjörg Sigurþórsdóttir og Guðlaug Sigurðardóttir.
Fimmtudagur 12. janúar 2023 kl. 10:54

SI-fjölskyldan styrkti Ljónshjarta

SI-fjölskyldan í Garðinum færði á dögunum Ljónshjarta - fyrir ungar ekkjur, ekkla og börn sem hafa misst foreldri hálfa milljón króna.

Þessi styrkur er veittur ár hvert til minningar um Sigga, son Sigurðar Ingvarssonar og Kristínar Guðmundsdóttur, sem lést ungur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í mörg ár hefur Sigurður Ingvarsson séð um jólaljósin í Útskálakirkjugarði og gjaldið sem greitt er fyrir ljósin, fer í góð málefni. Það var Aðalbjörg Sigurþórsdóttir sem kom fyrir hönd Ljónshjarta og tók við styrknum.