Sextíu þátttakendur í Strandarhlaupinu
Rúmlega sextíu hlauparar tóku þátt í Strandarhlaupinu sem haldið var á Fjölskyldudögum í Vogum síðasta laugardag og eru það nokkrum fleiri en í fyrra. Bæði var keppt í 5 og 10 km hlaupum í ágætis veðri. Að hlaupi loknu var boðið upp á hressingu við íþróttahúsið.
Úrslitin voru eftirfarandi:
10 km konur
Sigrún Sigurðardóttir 43:49
Guðlaug Sveinsdóttir 48:26
Hanna Rún Viðarsdóttir 50:32
10 km karlar
Hákon Hrafn Sigurðsson 35:22
Sigurjón Ernir Sturluson 36:04
Þórólfur Þórsson 36:18
5 km konur
Helga Guðný Elíasdóttir 20:17
Hafdís Guðrún Hilmarsdóttir 23:20
Daria Luczków 23:51
5 km karlar
Arnar Pétursson 16:06
Ingvar Hjartarson 16:14
Arnar Ragnarsson 17:33
Öll úrslit má nálgast á vefnum Hlaup.is.