Fimmtudagur 2. apríl 2020 kl. 17:12
Sextíu og tveir með kórónuveiruna á Suðurnesjum
Alls eru 62 sýktir af kórónuveirunni á Suðurnesjum en veiran veldur COVID-19 sjúkdómnum. Þetta kemur fram í nýjustu upplýsingum frá Embætti landlæknis og Almannavarnadeild ríkislögrelgustjóra á síðunni covid.is.
Þá eru 333 einstaklingar í sóttkví á Suðurnesjum, samkvæmt sömu upplýsingum.