Sextíu og átta kórónuveirusmit frá því á fimmtudag
Kórónuveiran virðist nokkuð skæð á Suðurnesjum. Síðasta fimmtudfag voru tekin 299 sýni hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og úr þeim greindust 26 smit.
Um helgina, þ.e. föstudag, laugardag og sunnudagu voru 782 sýni tekin og 42 smit greindust.
Síðasta miðvikudag voru 510 manns bólusettir á Suðurnesjum og von er á eittþúsund manns þessari viku þar sem bólusett verður bæði á miðvikudag og fimmtudag eftir hádegi.