Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sextán ára klessukeyrði bíl
Sunnudagur 23. nóvember 2008 kl. 15:36

Sextán ára klessukeyrði bíl

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Bifreið gjöreyðilagðist í árekstri á plani N1 bensínstöðvarinnar við Hafnargötu í Keflavík í gær. Sextán ára piltur var við stýrið. Hann missti stjórn á bifreiðinni sem hafnaði á steyptum kassa við birgðatanka bensínstöðvarinnar.

Engin slys urðu á fólki en bifreiðina þurfti að fjarlægja með kranabifreið. Samkvæmt upplýsingum hjá lögreglunni á Suðurnesjum var bifreiðin í eigu móður piltsins. Hann var án ökuréttinda, enda aðeins 16 ára gamall.

Meðfylgjandi ljósmynd var tekin á vettvangi.