Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sex sóttu um prest í Keflavík
Föstudagur 28. ágúst 2015 kl. 09:23

Sex sóttu um prest í Keflavík

Sex umsækjendur voru um starfs prests í Keflavíkurkirkju en frestur til að sækja um embættið rann út 7. ágúst sl. Biskup Íslands skipar í embættið að fenginni umsögn valnefndar en viðtöl við umsækjendur fara fram í lok þessarar viku. Í valnefnd eru níu manns úr Keflavíkursókn auk prófasts.

Umsækjendur eru þessir:

Mag. theol. Dís Gylfadóttir.
Cand. theol. Erla Björk Jónsdóttir.
Cand. theol. Eva Björk Valdimarsdóttir.
Mag. theol. Fritz Már Berndsen Jörgensson.
Cand. theol. María Gunnarsdóttir.
Séra Þórhallur Heimisson.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024