Sex sóttu um prest í Keflavík
Sex umsækjendur voru um starfs prests í Keflavíkurkirkju en frestur til að sækja um embættið rann út 7. ágúst sl. Biskup Íslands skipar í embættið að fenginni umsögn valnefndar en viðtöl við umsækjendur fara fram í lok þessarar viku. Í valnefnd eru níu manns úr Keflavíkursókn auk prófasts.
Umsækjendur eru þessir:
Mag. theol. Dís Gylfadóttir.
Cand. theol. Erla Björk Jónsdóttir.
Cand. theol. Eva Björk Valdimarsdóttir.
Mag. theol. Fritz Már Berndsen Jörgensson.
Cand. theol. María Gunnarsdóttir.
Séra Þórhallur Heimisson.