Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sex með þungan bensínfót
Mánudagur 12. maí 2014 kl. 09:21

Sex með þungan bensínfót

– og skráningarnúmer fjarlægð af tveimur bifreiðum

Sex ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum um helgina. Allir voru þeir á ferð á Reykjanesbraut. Sá sem hraðast ók mældist á 130 kílómetra hraða, þar sem hámarkshraði er 90 km. á klukkustund.
 
Þá voru skráningarnúmer fjarlægð af tveimur bifreiðum sem ekki höfðu verið færðar tímanlega til endurskoðunar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024