Sex lögregluþjónar leituðu að einstaklingi
Lögreglan var með mikinn viðbúnað við Hafnargötu í Keflavík í gærkvöldi. Sex lögregluþjónar á þremur lögreglubílum þustu út úr bílum sínum ofarlega á Hafnargötunni og fóru að íbúðarhúsi aðeins neðar við götuna. Skömmu síðar komu lögreglumennirnir til baka en höfðu ekki handtekið neinn.
Þær upplýsingar fengust hjá lögreglunni á Suðurnesjum í dag að lögreglan hafi verið að leita að ákveðnum einstaklingi en nánari upplýsingar fengust ekki af málinu.
Meðfylgjandi ljósmyndir tók Hilmar Bragi eftir að lögregluaðgerðinni lauk í gærkvöldi.
Lögreglubílunum þremur var lagt ofarlega við Hafnargötu en þaðan hlupu lögreglumennirnir að húsi neðar í götunni. Lögreglubílunum var öllum lagt á móti akstursstefnu, eins og sjá má.
Lögreglumennirnir sex koma til baka eftir að aðgerðinni lauk. Einn þeirra reyndar kominn inn í bíl.