Sex kærðir fyrir hraðakstur
Sex ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í vikunni. Sá sem hraðast ók reyndist vera undir lögaldri en bifreið hans mældist á 125 km hraða á Reykjanesbraut þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund.
Þá voru skráningarnúmer fjarlægð af þremur bifreiðum sem voru ýmist óskoðaðar eða ótryggðar. Loks lenti bifreið utan vegar við Norðurljósaveg, en engin slys urðu á fólki. Nokkrar skemmdir urðu á bifreiðinni.