Sex hundruð þúsund kr. í verðlaun fyrir bestu hugmyndina á Hacking Reykjanes
Dómnefnd Hacking Reykjanes, sem fer fram 17.-19. mars mun velja bestu hugmyndina og þá frumlegustu og verðlaunafé er veglegt. Verðlaun fyrir bestu hugmyndina er kr. 600.000 og 200 fyrir frumlegustu hugmyndina. Afurð Hacking Reykjanes getur verið stafræn lausn, vara, þjónusta, verkefni, hugbúnaður, vélbúnaður, markaðsherferð eða annað í þeim dúr.
Dómnefndina skipa: Ásta Kristín Sigurjónsdóttir framkvæmdastjóri íslenska Sjávarklasans, Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri, Þór Sigfússon stofnandi Sjávarklasans og Gunnhildur Vilbergsdóttir formaður stjórnar Eignarhaldsfélags Suðurnesja.
Þeir sem leggja til verðlaunafé eru Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum, HS orka, Algalíf og Eignarhaldsfélag Suðurnesja.
Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum í samstarfi við Hacking Hekla og öfluga aðila á Reykjanesi bjóða heimamönnum og öðrum landsmönnum á hugarflugsviðburð 17.-19. mars. til að móta hugmyndir og verkefni sem styðja við sjálfbæra framtíð svæðisins.
Lausnamót er einskonar hugarflugsviðburður nýrra hugmynda og fer að mestu fram á netinu í gegnum samsköpunarlausnina Hugmyndaþorp. Á lausnamótinu verður markmiðið að vinna að sjálfbærri framtíð í nýtingu auðlinda á Reykjanesi og verða lagðar fram fjórar áskoranir í samstarfi við bakhjarla á svæðinu til að ná því markmiði.