Sex á hraðferð
Sex ökumenn voru teknir fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbrautinni í gærdag. Mældust þeir á hraða frá 122 km/klst allt upp í 135 þar sem hámarkshraðinn er 90 km/klst.
Mega viðkomandi ökumenn eiga von á sektum allt frá 70.000 upp í 90.000 fyrir athæfið auk tveggja til þriggja refsipunkta í ökuferilsskrá.