Sex á hraðferð
Sex ökumenn voru í dag kærðir fyrir hraðakstur. Þrír þeirra óku of hratt á Skólavegi í Keflavík þar sem leyfilegur hámarkshraði er 30 km. Sá þeirra sem hraðast ók var mældur á 59 km hraða. Hinir þrír óku of hratt á Reykjanesbraut en sá sem hraðast ók af þeim var á 133 km hraða þar sem leyfilegur hámarkshraði er 90 km.
Tvö minniháttar umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu í dag og þá var ein bifreið boðuð til skoðunar vegna vanrækslu á færslu hennar til aðalskoðunar.
Tvö minniháttar umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu í dag og þá var ein bifreið boðuð til skoðunar vegna vanrækslu á færslu hennar til aðalskoðunar.