Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Setuverkfall á Keflavíkurflugvelli yfirvofandi
Laugardagur 24. júní 2006 kl. 13:31

Setuverkfall á Keflavíkurflugvelli yfirvofandi

Allt útlit er fyrir að starfsmenn IGS flugþjónustunnar leggi niður störf milli kl. 05 og 08 í fyrramálið til að mótmæla kjörum sínum, miklu vinnuálagi og slæmri vinnuaðstöðu. Starfsmennirnir áttu fundi í morgun með yfirmönnum fyrirtækisins, en svo virðist sem enn sé stál í stál

Fundi með starfsmönnum innritunar lauk fyrir hádegi og var hann að sögn starfsmanns í innritun mjög fjölmennur. Fleiri fundir voru í dag, en síðasti starfsmannafundurinn var boðaður núna kl. 13:30.

Í fréttum í hádeginu var sagt frá því að ef IGS fari í aðgerðir gegn starfsmönnum eftir fyrirhugaðar aðgerðir í fyrramálið, muni starfsmenn kasta frá sér aðgangskortum og yfirgefa vinnustaðinn.

 

Mynd: Hlaðmenn að störfum við vél IcelandExpress í vikunni. VF-mynd: Þorgils Jónsson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024