Settur verði lyktarhnappur á vef bæjarins
Bæjarráð verðandi Suðurnesjabæjar hefur falið Magnúsi Stefánssyni bæjarstjóra að taka tillögu fulltrúa B-listans til vinnslu. Tillagan fjallar um heitloftsþurrkun fiskafurða í sameinuðu sveitarfélagi Garðs og Sandgerðis og að sveitarfélagið komi upp tilkynningarhnappi á heimasíðu sveitarfélagsins.
„Varðandi lyktarmengun frá Iðngörðum og/eða öðrum stöðum í sveitarfélaginu. Það er tillaga mín að inná heimasíðunni www.gardurogsandgerdi.is og þar eftir heimasíðu sveitarfélagsins þegar nýtt nafn hefur verið staðfest verði opnaður aðgangur fyrir bæjarbúa til að tilkynna um lyktarmengun þegar heitloftsþurrkanir fiskafurða eru í gangi og ólykt liggur yfir svæðinu. Þessum ábendingum frá bæjarbúum er þá á auðveldan hátt hægt að koma til Heilbrigðiseftirlits og/eða Heilbrigðisnefndar“.