Setti þýfið í bakpoka barnsins
Starfsmaður Bónuss í Keflavík hafði um helgina samband við lögregluna á Suðurnesjum vegna einstaklings sem staðinn var að þjófnaði í versluninni. Um var að ræða konu sem var með barn með sér og setti hún varning í bakpoka sem barnið var með. Hún var stöðvuð þegar hún var komin fram hjá afgreiðslukössunum í versluninni. Framvísaði hún þá vörunum sem hún hafði huplað.