Setningu listahátíðarinnar Ferskra vinda frestað
til sunnudags 5. janúar
Setningu listahátíðarinnar Ferskir vindar í Suðurnesjabæ, sem vera átti laugardaginn 4. janúar hefur verið frestað vegna slæmrar veðurspár og viðvörunar frá Veðurstofunni. Setningin fer fram sunnudaginn 5. janúar kl. 14:00 að Sunnubraut 4 í Garði.
Alþjóðlega listahátíðin Ferskir vindar fer nú fram í sjötta sinn, nú í fyrsta skipti í sameinaða sveitarfélaginu Suðurnesjabæ í Garði og Sandgerði. Alls taka 45 listamenn þátt í hátíðinni, þar af 40 erlendir og mun hátíðin standa yfir til 12. janúar.
Fjöldi listasýninga, tónleika og annarra viðburða verða í boði meðan hátíðin stendur yfir. Nánari upplýsingar um listahátíðina og dagskrá má finna á facebook síðu hátíðarinnar: Fresh Winds Iceland, heimasíðunni fresh-winds.com og á heimasíðu Suðurnesjabæjar: sudurnesjabaer.is.