Setning Sandgerðisdaga í dag
Sandgerðisdagar verða settir formlega í dag, miðvikudag. Setningarathöfnin verður í Grunnskóla Sandgerðis með þátttöku leik- og grunnskólabarna.
Síðar í dag, kl. 16:30 til 19:00 verða hverfaleikarnir þar sem hverfin keppa í ýmsum íþróttum og þrautum. Leikarnir fara fram í Grunnskólanum í Sandgerði.
Í kvöld kl. 20:00 verður svo hátíðardagskrá í Safnaðarheimilinu. Þar koma fram nemendur úr Tónlistarskóla Sandgerðis, Karlakór Keflavíkur, Júníus Meyvant og fleiri.