Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Setja upp skápa fyrir ljósastaurastýringar
Miðvikudagur 20. febrúar 2019 kl. 09:40

Setja upp skápa fyrir ljósastaurastýringar

Bæjarráð Grindavíkur hefur samþykkt að verja tíu milljónum króna til að setja upp skápa fyrir ljósastaurastýringar í Grindavík.
 
Skýrsla var lögð fram og minnispunktar voru kynntir fyrir bæjarráði á dögunum um götulýsingar og ástand hennar í Grindavíkurbæ. Skýrslan inniheldur einnig hugmyndir varðandi framtíðarsýn og möguleikum í götulýsingum ásamt viðhaldi og stýringum á þeim og er þeim varpað fram í skýrslunni. 
 
Þá hefur bæjarráð einnig samþykkt að verja 1,5 milljónum króna í ástandsskoðun á ljósastaurum í Grindavík. Jafnframt samþykkir bæjarráð að farið verði í útboð á götulömpum sem tekið verði fyrir í fjárhagsáætlunarvinnu fyrir árið 2020. 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024