Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Setja skilyrði um tímamörk í uppbyggingu á Vallargötu 7–11
Mánudagur 29. maí 2023 kl. 06:44

Setja skilyrði um tímamörk í uppbyggingu á Vallargötu 7–11

Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar hefur veitt heimild til að auglýsa deiliskipulagstillögu vegna Vallargötu 7-11 í Keflavík þegar settir hafa verið inn skilmálar deiliskipulags um skilyrtan gildistíma.

Um skilyrtan gildistíma deiliskipulags segir að flatarmáli skal a.m.k. 50% bygginga á öllum lóðum innan skipulagsmarka hafa náð fokheldisstigi innan þriggja ára og innan fimm ára verði byggingar á öllum lóðum innan skipulagsmarka fullgerðar að utan, lóð jöfnuð í rétta hæð, rykbundin og gróðri komið fyrir, svo og gengið frá mörkum við aðrar lóðir, götur og/eða opin svæði. Standist framvinda uppbyggingar ekki tímamörk samkvæmt úttekt byggingarfulltrúa hafa skipulagsyfirvöld heimild til að fella deiliskipulagið úr gildi. Tímamörk miðast við lokaafgreiðslu sveitarfélagsins á deiliskipulagi. Þá segir að kynningarfundur verði haldinn á auglýsingatíma.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

JeES arkitektar ehf. höfðu lagt fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi gamla bæjarins í Keflavík. Markmið deiliskipulagstillögunnar er að skapa nýtt heildstætt umhverfi íbúðarhúsa í nánd við elsta hluta Reykjanesbæjar með sameiningu lóðanna Vallargötu 9, 9a og 11 fyrir samsett fjölbýlishús með bílakjallara, færa eldri hluta íbúðarhússins á Vallargötu 9 á lóðina Vallargötu 7 og styrkja Klapparstíg með göngutengingu frá Kirkjuvegi niður að Hafnargötu. Auk þess verða gerðar minniháttar breytingar á gildandi deiliskipulagi á lóðunum Kirkjuvegi 8 og Klapparstíg 11, sem felst í breytingu fyrirkomulags húsanna innan lóðar, til að skapa samræmi og heildstæða ásýnd húsbygginga innan skipulagssvæðisins. Lóðirnar Vallargata 9, 9a og 11 verða sameinaðar í Vallargötu 9. Heimilt verður að byggja fjölbýlishús að hámarki tvær hæðir og ris með allt að 36 íbúðum, 45-75m2 að stærð. Bílakjallari er undir hluta lóðar.