Sunnudagur 14. apríl 2013 kl. 12:05
Setja krana á Gerðabryggju
Bæjarráð Garðs hefur samþykkt að setja upp krana við Gerðabryggju í samstarfi við Björgunarsveitina Ægi. Áætlaður kostnaður sveitarfélagsins er 1,2 milljónir króna. Kostnaðurinn færist á handbært fé hafnarsjóðs.