Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

  • Setið sem bæjarstjóri í eitt ár
  • Setið sem bæjarstjóri í eitt ár
Þriðjudagur 1. september 2015 kl. 08:48

Setið sem bæjarstjóri í eitt ár

– „gæti haft áhyggjur allan sólarhringinn ef maður vildi“

Kjartan Már Kjartansson hefur setið sem bæjarstjóri Reykjanesbæjar í eitt ár en hann tók við embættinu þann 1. september í fyrra.

„Þessi tími hefur verið viðburðarríkur og liðið ótrúlega hratt. Margar ákvarðanir, sumar snúnari en aðrar, hafa verið teknar enda staðan flókin og til mikils að vinna að ná tökum á henni. Ég tók þá afstöðu strax að hafa gaman af þessu verkefni og það hefur að mestu leyti tekist enda heppinn að vinna með mjög skemmtilegu og hæfu samstarfsfólki á bæjarskrifstofunum.

Einnig hefur ríkt góð samstaða í bæjarstjórninni um nauðsynlegar aðgerðir. Staðan er samt þannig að maður gæti haft áhyggjur allan sólarhringinn ef maður vildi. Það hefur hins vegar aldrei hjálpað neinum. Þess vegna ætla ég að halda áfram að vera bjartsýnn og hvet vini mína og alla íbúa Reykjanesbæjar að vera það einnig,“ segir Kjartan Már á fésbókarsíðu sinni í morgun um leið og hann óskar lesendum gleðilegrar Ljósanætur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024