Sértækar aðgerðir í starfsmannamálum samþykktar
Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur samþykkt að leggja 35,1 milljónir kr. aukalega í launagreiðslur til starfsmanna Reykjanesbæjar á árinu 2008. er að ræða n.k. hvatagreiðslur til starfsmanna sem greiddar verða einu sinni eða tvisvar sinnum á árinu, þ.e. 1. maí og 1. nóvember.
Bæjarstjóri segir að markmið með þessum aðgerðum sé að koma til móts við aukið álag starfsmannahópa vegna örrar fjölgunar íbúa í bæjarfélaginu og stuðla að stöðugum gæðum þjónustunnar, lágmörkun starfsmannaveltu og veikindafjarvista. Forstöðumaður hverrar stofnunar mun bera ábyrgð á úthlutun og hafa til hliðsjónar mat á frammistöðu starfsmanns á liðnu ári, fjarvistir vegna veikinda, frumkvæði og gæði þjónustu.
Samþykktin byggir á þeirri viðmiðun að ófaglærðir starfsmenn í STFS og VSFK sem eru í launaflokki 122 og neðar fá kr. 20.000 1. maí og 50.000 1. nóv. vegna maí – nóv. m.v. 100% starfshlutfall. Aðrir starfsmenn í STFS og VSFK, fyrir utan stjórnunarstöður, fá kr. 10.000 1. maí og 20.000 kr. 1. nóv. m.v. 100% starfshlutfall. Leikskólakennarar kr. 85.000 1. maí m.v. 100% starfshlutfall. Grunnskólakennarar kr. 85.000 1. maí m.v. 100% starfshlutfall.
Bæjarstjóri segir að markmið með þessum aðgerðum sé að koma til móts við aukið álag starfsmannahópa vegna örrar fjölgunar íbúa í bæjarfélaginu og stuðla að stöðugum gæðum þjónustunnar, lágmörkun starfsmannaveltu og veikindafjarvista. Forstöðumaður hverrar stofnunar mun bera ábyrgð á úthlutun og hafa til hliðsjónar mat á frammistöðu starfsmanns á liðnu ári, fjarvistir vegna veikinda, frumkvæði og gæði þjónustu.
Samþykktin byggir á þeirri viðmiðun að ófaglærðir starfsmenn í STFS og VSFK sem eru í launaflokki 122 og neðar fá kr. 20.000 1. maí og 50.000 1. nóv. vegna maí – nóv. m.v. 100% starfshlutfall. Aðrir starfsmenn í STFS og VSFK, fyrir utan stjórnunarstöður, fá kr. 10.000 1. maí og 20.000 kr. 1. nóv. m.v. 100% starfshlutfall. Leikskólakennarar kr. 85.000 1. maí m.v. 100% starfshlutfall. Grunnskólakennarar kr. 85.000 1. maí m.v. 100% starfshlutfall.