Sérsveitin við Garðveg
Sérsveit Ríkislögreglu og lögreglan í Keflavík voru kallaðar að kirkjugarðinum við Garðveg nú fyrir skömmu. Lögreglan vildi ekki gefa neinar upplýsingar um málið, nema að um persónulegan harmleik hafi verið að ræða. Vegfarendum sem voru á leið um Garðveginn var vísað frá og honum lokað um stund. Fólk sem var í kirkjugarðinum var beðið um að yfirgefa svæðið.
	

 
	
			

 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				