Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sérsveitin æfir á skotsvæði Keflavíkur við erfiðar aðstæður
Þriðjudagur 18. janúar 2011 kl. 17:22

Sérsveitin æfir á skotsvæði Keflavíkur við erfiðar aðstæður

Sérsveit ríkislögreglustjóra æfir þessa dagana á skotsvæði Keflavíkur. Sveitin mætir í nokkrum hópum þar sem pláss er lítið á svæðinu. Sveitin æfir nokkra daga í janúar og seinustu æfingar eru í byrjun febrúar en æfingarnar fara fram með þeim hætti að þeir skjóta á mislöng skotmörk út á velli.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Veðrið lék ekki við skotmennina í dag þegar ljósmyndari Víkurfrétta kíkti á þá en mjög ströng gæsla er á svæðinu og óviðkomandi aðgangur bannaður. „Vindurinn tekur hrikalega mikið í kúluna. Þetta er að verða óskothæft,“ sagði einn sveitarmanna. Mikil leynd er yfir sérsveitinni og ekki má birta neinar andlitsmyndir né nöfn af meðlimum.

VF-Myndir/siggijóns - [email protected]

Sveitin æfir með byssur sem aðeins eru notaðar til æfinga.
En hver sérsveitarmaður hefur sínar byssur þegar eitthvað bjátar á.