Sérsveitarmenn losuðu hlekki af mótmælendum
Sérsveitarmenn lögreglu hafa losað þá sex mótmælendur sem höfðu hlekkjað sig saman með keðjum og hólkum á framkvæmdasvæðinu í Helguvík. Einstaklingarnir hafa verið handteknir og færðir til skýrslutöku hjá lögreglunni á Suðurnesjum.

Mynd: Mótmælendur í Helguvík nú áðan. Víkurfréttamynd: Ellert Grétarsson








