Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sérsveitarmenn að undirbúa sig fyrir óeirðir?
Miðvikudagur 3. febrúar 2010 kl. 00:07

Sérsveitarmenn að undirbúa sig fyrir óeirðir?

Löggæslumenn í landinu þurfa að vera við öllu búnir og þær raddir hafa heyrst að allt eins megi búast við óeirðum í landinu þegar skýrslan um bankahrunið verður loks birt þjóðinni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Kolsvartir amerískir jeppar sérsveitar Ríkislögreglustjóra vöktu athygli á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli síðdegis á mánudag, þar sem þeim var ekið á miklum hraða af ökumönnum sem voru gráir fyrir járnum.


Jeppar Ríkislögreglustjóra eru heldur ekki með hefðbundnar toppgrindur fyrir tjöld og viðlegubúnað, heldur sérútbúna innrásarstiga, sem á mánudag voru notaðir til að komast um borð í flugvél á öryggissvæðinu.


Þjálfunarbúðir íslensku lögreglunnar sem áður voru í Saltvík á Kjalarnesi eru nú inni á öryggissvæði Varnarmálastofnunar Íslands á Keflavíkurflugvelli. Þar æfa sérsveitarmenn við krefjandi aðstæður. Æfingin á mánudaginn hefur örugglega verið hefðbundin æfing í að yfirbuga flugdólga.


Æfingasvæði Ríkislögreglustjóra á svokölluðu vestursvæði Keflavíkurflugvallar er utan alfaraleiðar og þangað fá fáir að koma, nema að hafa til þess sérstakt erindi.



Meðfylgjandi myndir tók Hilmar Bragi af sérsveitarbílum við akstur inni á flugvallarsvæðinu.