Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sérsveitarmenn að æfa yfirtöku bankanna?
Þriðjudagur 7. október 2008 kl. 15:04

Sérsveitarmenn að æfa yfirtöku bankanna?



Sérsveitarmenn ríkislögreglustjóra voru við æfingar í Reykjanesbæ í dag. Víkurfréttir hafa það fyrir víst að víkingasveitarmennirnir voru engir útrásarvíkingar, frekar svona innrásarvíkingar, þar sem þeir óku sérútbúinni jeppabifreið sinni í gegnum rúður á byggingu í bænum. Sérsveitarmennirnir ruddust síðan inn í bygginguna með látum. Þarna var ekki verið að æfa yfirtöku bankanna, svo vitað sé. Víkingasveitin fékk hins vegar afnot af byggingunni til æfinga, en til stendur að rífa húsið á næstu dögum eða vikum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024



Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi Bárðarson