Sérsveit lögreglu í umfangsmikilli aðgerð við Vatnsnesveg
Klukkan 21:05 barst lögreglunni á Suðurnesjum tilkynning um grunsamlegar mannaferðir þar sem sést hafi til aðila sem kynni að vera vopnaður skotvopni.
Verklag vegna slíkra mála var virkjað sem krafðist þess að lögreglan þurfti að loka af litlum hluta af Reykjanesbæ til að ganga úr skugga um að hvort fyrrnefnt atvik væri rétt.
Að lokinni frekari vinnu og upplýsingaöflun á vettvangi lauk aðgerðum lögreglu núna klukkan 22:30. Enginn aðili hefur verið handtekinn vegna málsins.
Myndskeið frá vettvangi er neðst í fréttinni.