Sérsveit handtók mann sem lét ófriðlega
	Lögreglunni á Suðurnesjum barst í dag tilkynning um andlega veikan aðila sem að lét ófriðlega í sameign í fjölbýlishúsi í Reykjanesbæ. Sérsveit ríkislögreglustjóra var fengin til aðstoðar. Ekki kom til neinna átaka og var maðurinn færður á lögreglustöð til viðræðna.
	
	Mál mannsins er nú komið á borð fagfólks í heilbrigðiskerfinu og er verið að aðstoða hann, segir í tilkynningu lögreglunnar á Suðurnesjum.


 
	
				


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				