Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtudagur 20. nóvember 2003 kl. 16:38

Sérstakur landlæknir settur vegna máls á HSS

Landlæknir óskaði eftir því við Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, að fengnu lögfræðiáliti, að sérstakur landlæknir yrði skipaður til að fjalla um kvartana- og kærumál sem beinast að starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja þar sem framkvæmdastjóri stofnunarinnar er maki landlæknis. Heilbrigðismálaráðherra fellst á óskir landlæknis og hefur sett Jón Hilmar Alfreðsson, sérfræðing í kvenlækningum á Landspítala – háskólasjúkrahúsi, til að gegna embætti landlæknis í tilteknu máli, sem tengist fæðingu barns. Jón Hilmar Alfreðsson tekur til starfa í næstu viku, en frá þessu er greint á mbl.is.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024