Serrano fer vel af stað í Reykjanesbæ
Veitingastaðurinn Serrano opnaði í síðustu viku í Reykjanesbæ og hafa viðtökurnar verið mjög góðar að sögn Thelmu A. Grétarsdóttir, markaðs- og verkefnastjóra Serrano. Thelma segir einnig að það sé alveg ljóst að íbúar Reykjanesbæjar og Suðurnesja hafi beðið eftir þeim með mikilli eftirvæntingu. „Frá því að við opnuðum í síðustu viku er búin að vera stöðugur straumur hjá okkur og viðtökurnar hafa farið fram úr okkar björtustu vonum. Starfsfólkið okkar hefur staðið sig mjög vel, þrátt fyrir mikið álag. Allt skipulag er að komast í horf núna. Það er líka gaman að segja frá því að nýi staðurinn í Reykjanesbæ er í nýju útliti hjá okkur og er einn okkar glæsilegasti til þessa.“
Serrano er til húsa í Krossmóa 4 í Reykjanesbæ en maturinn sem Serrano býður upp á er innblásin frá Mexíkó og taquerium í Mission hverfinu í San Fransisco, þar sem serrano piparinn leikur stórt hlutverk. Lögð er áhersla á að maturinn sé ferskur og hægt er að fá sér salat, burrito, taco eða quesadilla.