Sérhæfir sig í ráðgjöf og markaðssetningu
BM ráðgjöf ehf. fært út kvíarnar og hafið rekstur í Reykjanesbæ. Fyrirtækið hefur sótt hratt fram í upplýsinga, sölu, markaðs- og innheimtumálum á undanförnum árum. BM ráðgjöf ehf. hefur þá sérstöðu að vera verktakaaðili sem sem sér um ráðgjöf, kynningu og markaðssetningu á fyrirtækjum og félagasamtökum.
Starfsemi fyrirtækisins í Reykjanesbæ er beint að sölu og markaðsmálum. Starfsmenn sem eru um 20 talsins, miðla upplýsingum um fyrirtæki og félagasamtök með úthringingum. Enn fremur er unnið að skráningu og úrvinnslu gagna.
Þess má geta að BM ráðgjöf vinnur fyrir félög á borð við Blátt áfram sem berst fyrir því að afnema fyrningu kynferðisafbrota sem og Mæðrastyrksnefnd.
Hluti starfsmanna BM ráðgjafar