Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sérhæfðum flugvallartækjum stolið á Keflavíkurflugvelli
Fimmtudagur 5. október 2006 kl. 09:18

Sérhæfðum flugvallartækjum stolið á Keflavíkurflugvelli

Óprúttnir aðilar hafa farið ránshendi um gömlu herstöðina á Keflavíkurflugvelli. Þar hefur sérhæfðum flugvallarbúnaði verið stolið. Meðal þess sem stolið var er svokallaður töggur eða dráttarbifreið fyrir flugvélar. Farartækið nær um 20 km. hámarkshraða, þannig að því hefur a.m.k. ekki verið ekið af fullu afli í gegnum hlið.

Flugmálastjórnir á Keflavíkurflugvelli hafði eignast tækið eftir brotthvarf Varnarliðsins, en þegar ná átti í tækið á fyrirfram ákveðinn stað var það horfið. Dráttarbifreiðin er ekki eina tækið, því einnig hefur rafmagnslyftara verið stolið ásamt hleðslubúnaði. Þá er vitað til þess að miklu magni verkfæra var stolið.

Lögreglan á Keflavíkurflugvelli fer með rannsókn þessa dularfulla og sérstaka þjófnaðarmáls. Ekki náðist í yfirmenn lögreglu í gær, þar sem þeir voru uppteknir.

Þeir sem sjá undarleg ökutæki þar sem þau eiga ekki að vera, ættu að vera í sambandi við lögregluna.

 

 

 

Leiðrétting: Suðurflug var að kaupa tækið
Misskilnings gætti í frétt á forsíðu Víkurfrétta í dag sem er hér að ofan. Þar var sagt að Flugmálastjórnin á Keflavíkurflugvelli hefði eignast dráttarbílinn fyrir flugvélarnar sem nú er horfinn. Það er ekki alveg rétt. Suðurflug ætlaði sér að kaupa dráttarbílinn, hins vegar átti rafmagnslyftarinn sem greint var frá í fréttinni að verða eign Flugmálastjórnarinnar. Beðist er velvirðingar á þessu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024