Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sérfróður verði tjónþolum til aðstoðar
Frá Víkurbraut í Grindavík þar sem eru nokkur altjónshús. Mynd: Golli
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
fimmtudaginn 28. desember 2023 kl. 12:35

Sérfróður verði tjónþolum til aðstoðar

- og aðgerðir vegna altjónshúsa og stöðu lóða þeirra húsa

Bæjarstjóra Grindavíkurbæjar er falið að vinna að því að gengið verði frá samningi við sérfróðan aðila sem verði tjónþolum til aðstoðar og leggja fram á næsta fundi bæjarstjórnar nk. föstudag.

Tillaga þess efnis var samþykkt samhljóða á fundi bæjarstjórnar Grindavíkur í gær.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Á sama fundi var samþykkt samhljóða tillaga þar sem bæjarstjórn felur bæjarstjóra að leggja fram tillögu um aðgerðir á næsta fundi bæjarstjórnar nk. föstudag vegna húseigna sem tilgreind eru altjónshús á lista frá NTÍ frá 20. desember sl. og stöðu lóða þeirra húsa.